Segir nefndarformenn Múlaþings á mun hærri launum en annars staðar gerist

„Ég var sjálfur í undirbúningsnefndinni á sínum tíma og hef ekki minnstu hugmynd um hvernig þetta atvikaðist með þessum hætti en þetta er verulegur aukakostnaður umfram það sem ég hef fundið hjá öðrum sveitarfélögum,“ segir Helgi Hlynur Ásgrímsson, sveitarstjórnarfulltrúi VG í Múlaþingi.

Helgi Hlynur, sem situr meðal annars í byggðaráði Múlaþings, gagnrýndi þá stöðu mála að nefndarformenn í sveitarfélaginu njóti mun betri kjara en dæmi eru um annars staðar í landinu. Þar vísar Helgi Hlynur til þess að án allrar umræðu í aðdraganda sameiningarinnar í Múlaþing hafi nefndarlaun formanna farið úr 5% af þingfararkaupi, sem er algengast víðast á landinu, í 7,5%. Lét hann bóka tillögu þess efnis sveitarstjórn Múlaþings yrði hvött til að lækka þessar greiðslur til samræmis við önnur sveitarfélög.

„Munurinn er mikill og ekki kannski hvað síst með tilliti til að velflestir þessara fulltrúa eru í öðrum fullum störfum samhliða vinnu fyrir sveitarfélagið. Á sama tíma eru nefndarlaun annarra en formanni 3% af þingfararkaupi sem er á pari við það sem annars staðar gerist. Þetta merkir að formenn eru með 150% hærri þóknun fyrir fundarsetu og það þykir mér skjóta skökku við þegar munurinn annars staðar er þetta 25 - 67%.“

Tillaga Helga Hlyns hlaut ekki brautargengi í byggðaráðinu. Þrír voru á móti og einn nefndarmaður sat hjá.

Sitjandi sveitarstjórn Múlaþings ásamt sveitarstjóra. Nefndarformenn sveitarfélagsins njóta mun betri kjara en gengur og gerist að sögn Helga Hlyns. Mynd Múlaþing

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.