Skip to main content

September hlýr um allt land nema á Austfjörðum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 06. okt 2022 09:19Uppfært 06. okt 2022 09:19

Óveðrið sem gekk yfir Austfirði og Austurland þann 24. og 25 september var í flokki  þeirra verri sem mælst hafa í septembermánuði en heilt yfir reyndist mánuðurinn hægviðrasamur um land allt.

Svo komast fræðingar Veðurstofu Íslands að orði um veðurfarið í síðasta mánuði en tölfræðin sýnir að vindar á landsvísu voru 1 metra á sekúndu undir meðallaginu í landinu miðað við mælingar allar götur frá árinu 1991.

Meðalhiti mánaðarins heilt yfir var víðast hvar yfir meðallagi síðustu ára og áratuga en undantekningin á því var á Austfjörðum sem var eina landssvæðið þar sem kaldara var en í meðallalagi. Þannig mældist lægsti meðalhiti landsins á Gagnheiðinni eða einungist 3,6 stig. Á hinn bóginn var hæsta hitastig mánaðarins á Dalatanga þar sem mælirinn sýndi 24,1 stig rétt áður en óveðrið gekk yfir svæðið.

Þrátt fyrir kuldalegan september mældist hæsta hitastig mánaðarins á Dalatanga.