Skip to main content

Síðustu forvöð að sækja um menningarstyrki

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. sep 2022 13:58Uppfært 08. sep 2022 13:59

Í dag er síðasti frestur til að sækja um styrki til menningarstarfs á árinu 2022 til Múlaþings. Sveitarfélagið hefur hætt úthlutun svokallaðra skyndistyrkja en úthlutar í staðinn tvisvar á ári.


Múlaþing veitir menningarstyrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til almennrar liststarfsemi, viðburða eða verkefna. Umsækjendur skulu tengjast Múlaþingi með búsetu, með því að viðburðurinn fari fram í Múlaþingi eða feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Múlaþings.

Sótt er um með rafrænum hætti á íbúagátt sveitarfélagsins. Reglur styrkjanna eru sömuleiðis á heimasíðu sveitarfélagsins. Stefnt er að því að styrkjum verði úthlutað síðar í mánuðinum.

Þetta er seinni úthlutun ársins 2022 og segir í tilkynningu að skyndistyrkir verði ekki afgreiddir. Umsóknarferli fyrir úthlutun á næsta ári hefst í nóvember.