Sjálfsafgreiðsla og Skannað og skundað á Reyðarfirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. okt 2022 12:41 • Uppfært 27. okt 2022 14:57
Viðskiptavinir Krónunnar á Reyðarfirði geta frá og með deginum í dag bæði notað sjálfsafgreiðslukassa eða skannað vörurnar með símanum og greitt fyrir innkaupin í snjallverslunarappi Krónunnar. Með appinu er hægt að skanna og skunda.
„Já, ég finn að fólk er spennt fyrir þessu enda hefur verið spurst fyrir um hvenær við fáum sjálfsafgreiðsluna hérna,“ segir Valgeir Hrafn Snorrason, verslunarstjóri Krónunnar á Reyðarfirði í fréttatilkynningu um málið. „Innkaupin verða miklu þægilegri og stytta raðirnar hjá mér á álagstímum,“
Valgeir telur að fólk muni einnig fljótt tileinka sér Skannað og skundað í snjallverslun Krónunnar.
„Ég hef einnig mikla trú á að þetta auðveldi stórinnkaupin. Það er mikill kostur að týna beint í poka eða pappakassa í stað þess að taka upp úr körfunni við kassa og setja svo aftur í poka. Ég tel einnig að Skannað og skundað hjálpi við jólainnkaupin. Oft þurfi að skjótast eftir einum og einum hlut og appið þá afar handtækt.“ segir hann í tilkynningunni.
Valgeir Hrafn tók við verslunarstjórastöðunni á Reyðarfirði 1. mars á þessu ári. Hann var áður verslunarstjóri í Krónunni í Árbæ.
„Ég sagði já þegar ég var beðinn um að fara hingað austur. Var til í að þróast í starfi og spenntur að breyta til og flytja mig um set enda á er ég alinn upp að hluta á Seyðisfirði. Það er afar gott að vera hér. Ég flutti hingað með hundinn minn. Hér fer vel um okkur og miklu rólegra yfir manni,“ segir Valgeir.
Mynd: Aðsend
Valgeir telur að fólk muni einnig fljótt tileinka sér Skannað og skundað í snjallverslun Krónunnar.
„Ég hef einnig mikla trú á að þetta auðveldi stórinnkaupin. Það er mikill kostur að týna beint í poka eða pappakassa í stað þess að taka upp úr körfunni við kassa og setja svo aftur í poka. Ég tel einnig að Skannað og skundað hjálpi við jólainnkaupin. Oft þurfi að skjótast eftir einum og einum hlut og appið þá afar handtækt.“ segir hann í tilkynningunni.
Valgeir Hrafn tók við verslunarstjórastöðunni á Reyðarfirði 1. mars á þessu ári. Hann var áður verslunarstjóri í Krónunni í Árbæ.
„Ég sagði já þegar ég var beðinn um að fara hingað austur. Var til í að þróast í starfi og spenntur að breyta til og flytja mig um set enda á er ég alinn upp að hluta á Seyðisfirði. Það er afar gott að vera hér. Ég flutti hingað með hundinn minn. Hér fer vel um okkur og miklu rólegra yfir manni,“ segir Valgeir.
Mynd: Aðsend