Orkumálinn 2024

Skáldinu stolið úr skóginum

Brjóstmyndin af Þorsteini Valdimarssyni, skáldi, er horfin úr Trjásafninu á Hallormsstað. Hún hefur verið eitt af einkennistáknum skógarins í áratugi. Málið hefur verið tilkynnt sem lögreglunni sem þjófnaður og skemmdarverk.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skógræktinni. Þar segir að skógarverði á Hallormsstað hafi í vikunni verið greint frá því að brjóstmyndin væri horfin úr skóginum.

„Þetta skeður seinni part miðvikudags. Það kom til okkar gestur sem sagði að brjóstmyndin væri ekki lengur á stuðlabergssteinum. Ég tilkynnti þetta til lögreglunnar,“ segir Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Hallormsstað í samtali við Austurfrétt.

„Annað hvort er þetta skemmdarverk af ásetningi þar sem myndinni er stolið en það getur líka að einhver hafi verið verið að klifra á henni, hún brotnað, viðkomandi fengið samviskubit og látið hana hverfa. Við höfum engar vísbendingar.“

Brjóstmyndin hefur staðið í Trjásafninu í Mörkinni á Hallormsstað í áratugi til minningar um Þorstein sem bæði var þekkt ljóðskáld og starfaði öðru hverju hjá Skógræktinni á Hallormsstað sem sumarstarfsmaður. Brjóstmyndin stóð þar sem Þorsteinn bjó gjarnan í tjaldi og kallaði Svefnósa.

„Það er þessi saga. Þorsteinn var ættaður úr Vopnafirði og vann lengi hjá Skógræktinni. Hann lá þarna í tjaldi mörg sumur og orti hér mörg ljóð og limrur. Hann tengdist skógræktinni sterkt.“

Hún hefur með tíð og tíma orðið eitt af kennileitum skógarins. „Við myndina hafa verið haldnir alls konar minn og stærri viðburðir í gegnum tíðina. Ég er miður mín yfir þessu. Ég man varla eftir nokkru skemmdarverki hér í skóginum, þrátt fyrir alla þessa gesti, svo hverfur myndin.“

Þór segir að ekki hafi endilega þurfti mikið átak til að velta Þorsteini af stalli. „Brjóstmyndin er úr kopar, boltuð og límt á steininn. Ég held að það hafi ekki endilega verið erfitt að ná hanni af með að rugga henni fram og aftur. Ég hef þó aldrei horft á hana með það í huga,“ segir Þór.

Skógræktin vonast til að brjóstmyndinni verði skilað þannig að hægt verði að lagfæra hana og koma fyrir á nýjan leik. Allar ábendingar um hvarfið eru vel þegnar.

„Ég er búinn að senda mitt fólk til að leita að myndinni í skóginum og við höfum augun áfram hjá okkur næstu daga. Það getur verið að hún sé hér einhvers staðar en það er eins og að leita að nál í heystakki. Við erum algjörlega grunlaus á þessari stundu en vonandi koma einhverjar vísbendingar.“

Mynd frá Skógræktinni sem sýnir annars vegar brjóstmyndina á sínum stað. Inn í hana eru felld ummerkin eftir brotið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.