Skip to main content

Skógræktarstjóri tekur bjartsýna pólinn á stöðuna

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 19. okt 2022 11:33Uppfært 19. okt 2022 11:33

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir að hann hafi ákveðið að taka bjartsýna pólinn á stöðuna í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra að sameina Skógræktin og Landgræðsluna.

„Það er mitt mat að ein sameinuð stofnun geti látið meir að sér kveða en tvær aðskildar þegar kemur að mikilvægum framtíðarverkefnum eins og til dæmis í loftslagsmálum,“ segir Þröstur í samtali við Austurfrétt.

Þröstur bendir einnig á að bæði hann og Árni Bragason forstjóri Landgræðlunnar eru að láta af störfum á næstunni þannig að það ætti ekki að vera hindrun fyrir skipan yfirmanns hinnar nýju stofnunnar.

„Það er líka lögð áhersla á að núverandi starfsstöðvar allar haldi áfram starfsemi eins og verið hefur með sama starfsfólkinu,“ segir Þröstur.

„Það eru gífurleg verkefni framundan á bæði okkar sviði og Landgræðslunnar sem ég tel að geti komið betur út í einni sameinaðri stofnun, sé rétt að málum staðið“ segir Þröstur.