Slóð fallinna trjáa á Reyðarfirði – Myndband

Svo að segja bein lína fallinna trjáa gengur í gegnum miðjan Reyðarfjörð eftir óveðrið sem þar gekk yfir á sunnudag og mánudag.

Segja má að línan byrji við húsið Tungu, hús númer þrjú við Brekkugötu. Þar hafa fleira en eitt tré fallið.

Stóreflistré er fallið í bakgarði Brekkugötu 2, hinu megin götunnar. Það lenti meðal annars á gróðurhúsi. Tré eru einnig fallin við húsvegg Hótel Austur þar við hliðina.

Frá garðinum virðist vindstrengurinn hafa legið yfir leiksvæði og eftir göngustígs milli Eyrarstíg og Brekkugötu. Ein tvö tré liggja í valnum á Brekkugötu 6 og við Eyrarstíg þrjú er myndartré fallið auk annars minna. Þar ruku húsráðendur út og tjóðruðu niður stærðar tré sem hefði valdið miklu tjóni með að falla á húsið. Sé haldið út eftir göngustígnum og yfir Búðarána bætist síðasta tréð við í þessari línu við Mánagötu 5.

Þessi blettur þykir almennt frekar skjólsæll, í vari bakvið melasvæðið. Íbúar lýstu því í dag sem vindurinn hefði á sunnudag „komið úr öllum áttum.“

Víðar á þessu svæði má finna fallin tré, svo sem við Vegagerðina, sem er á ská innan við Brekkugötuna, við Hermes, neðan við leiksvæðið og á mótum Austurvegar og Mánagötu.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Veðurvaktinni og Bliku, sagðist ekki vera undrandi að heyra af línum sem þessum í bænum þegar Austurfrétt ræddi við hann í dag.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.