Starfsfólk fiskeldisins hreinsar fjörur
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 14. okt 2022 10:25 • Uppfært 14. okt 2022 10:26
Fyrirtækið Laxar/Fiskeldi Austfjarða hélt sinn fyrsta umhverfisdag fyrir viku. Starfsmenn fyrirtækisins hreinsuðu þá fjörur í Reyðarfirði og tíndu meðal annars um rusl sem hafði fokið í fyrstu hauststormunum.
Farið var allt frá Karlsskála í norðanverðum firðinum að Vattarnesi í honum sunnanverðum, þótt ekki næðist að klára alla leið að sunnanverðu.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að mörg tonn af alls konar drasli hafi verið tínt úr fjörunum. Mikið af því hafi verið úr storminum sem olli talsverðu tjóni eystra þann 25. september síðastliðinn.
Stefnt er að því að gera umhverfisdaginn að árlegum viðburði á vegum Laxa/Fiskeldis Austfjarða og ganga í framtíðinni og hreinsa fjörur í öllum þeim fjörðum sem félagið starfar í.