Stefán Þór stýrir fundi um „Auðlindin okkar“
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 25. okt 2022 10:49 • Uppfært 25. okt 2022 10:49
Stefán Þór Eysteinsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar verður fundarstjóri um "Auðlindin okkar“ sem verður haldinn í Valhöll á Eskifirði 1. nóvember. Þar mætir einnig Gréta María Grétarsdóttir sem er formaður starfshópsins Umgengni.
Á vefsíðu stjórnarráðsins segir að samræðufundir, sem þessi, á landsbyggðinni eru hluti verkefnisins Auðlindin okkar sem Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra setti á laggirnar í maí sl. Tilgangur verkefnisins er að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins.
„Samræðufundirnir eru mikilvægur hluti þessarar nálgunar og er ætlað að vera vettvangur umræðu og skoðanaskipta. Leitað er eftir að kynnast viðhorfum, skoðunum og þekkingu fundargesta fremur en að setið sé fyrir svörum.,“ segir á vefsíðunni.
Fyrir utan Eskifjörð, verða samræðufundir haldnir á Ísafirði, á Akureyri og í Vestmannaeyjum á næstunni.
Fundunum á Eskifirði verður streymt á helstu miðlum og vefsíðu verkefnisins, audlindinokkar.is.
„Samræðufundirnir eru mikilvægur hluti þessarar nálgunar og er ætlað að vera vettvangur umræðu og skoðanaskipta. Leitað er eftir að kynnast viðhorfum, skoðunum og þekkingu fundargesta fremur en að setið sé fyrir svörum.,“ segir á vefsíðunni.
Fyrir utan Eskifjörð, verða samræðufundir haldnir á Ísafirði, á Akureyri og í Vestmannaeyjum á næstunni.
Fundunum á Eskifirði verður streymt á helstu miðlum og vefsíðu verkefnisins, audlindinokkar.is.