Skip to main content

Styttist í full afköst kassaverksmiðju Bewi á Djúpavogi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. okt 2022 14:04Uppfært 28. okt 2022 11:51

„Tilurð fyrirtækisins var náttúrulega sú að vegna aukins laxeldis og slátrunar hér á Djúpavogi þá voru flutningar á frauðumbúðum svo miklir frá suðvesturhorninu að menn fóru að horfa í hvernig hægt væri að minnka þetta umstang og um leið kolefnissporið,“ segir Jón Þór Jónsson, verksmiðjustjóri Bewi.

Fjallað er ítarlega um kassaverksmiðjuna í nýjustu útgáfu þáttaraðarinnar Að austan á sjónvarpsstöðinni N4. Verksmiðjan hóf starfsemi í júnímánuði á þessu ári en ekki hefur náðst að keyra hana á fullum afköstum hingað til. Það breytist fljótlega að sögn Jóns.

„Menn fóru að hafa samband við aðila sem höfðu reynslu í þessu sem var fyrirtækið Bewi í Noregi og það var ákveðið að kýla á það að hefja framleiðslu hér á Djúpavogi,“

Sjálfur er Jón Þór reynslumikill því hann hóf sjálfur framleiðslu á frauðplastsumbúðum árið 1989 í Hafnarfirði.

„Ég var viðloðinn það allt fram til ársins 2018 og var nýlega hættur og í svona millibilsástandi þegar ég sá auglýsingu þar sem auglýst var eftir verksmiðjustjóra hérna.“