Skip to main content

Svæðisskipulag Austurlands til 2044 fær grænt ljós Skipulagsstofnunar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 12. okt 2022 14:26Uppfært 13. okt 2022 08:58

Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu þá að svæðisskipulagi Austurlands sem samþykkt var í svæðisskipulagsnefnd fjórðungsins fyrr í þessum mánuði.

Heildarskipulag Austurlands til ársins 2044 sem Múlaþing, Fjarðabyggð, Vopnafjarðar- og Fljótsdalshreppur tóku þátt í að forma með góðri aðstoð Austurbrúar hefur þannig formlega hlotið vottun og þegar tekið gildi með birtingu í Stjórnartíðindum.

Svæðisskipulagið sjálft tekur til svæða allra ofangreindra sveitarfélaga en þar var áherslan á að draga fram alla þá þætti sem eru til þess fallnir að efla austfirskt samfélag með frumkvæði, þekkingu og samvinnu að leiðarljósi. Sjálfbærni var til grundvallar í stefnumörkun í öllum málaflokkun.

Áhugasamir um samþykkt skipulagið geta skoðað það í heild HÉR.

Forsvarsmenn sveitarfélaga austanlands og Austurbrúar komu saman til að fagna stórum áfanga. Mynd Skipulagsstofnun