Svæðisskipulag Austurlands til 2044 fær grænt ljós Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun hefur samþykkt tillögu þá að svæðisskipulagi Austurlands sem samþykkt var í svæðisskipulagsnefnd fjórðungsins fyrr í þessum mánuði.
Heildarskipulag Austurlands til ársins 2044 sem Múlaþing, Fjarðabyggð, Vopnafjarðar- og Fljótsdalshreppur tóku þátt í að forma með góðri aðstoð Austurbrúar hefur þannig formlega hlotið vottun og þegar tekið gildi með birtingu í Stjórnartíðindum.
Svæðisskipulagið sjálft tekur til svæða allra ofangreindra sveitarfélaga en þar var áherslan á að draga fram alla þá þætti sem eru til þess fallnir að efla austfirskt samfélag með frumkvæði, þekkingu og samvinnu að leiðarljósi. Sjálfbærni var til grundvallar í stefnumörkun í öllum málaflokkun.
Áhugasamir um samþykkt skipulagið geta skoðað það í heild HÉR.
Forsvarsmenn sveitarfélaga austanlands og Austurbrúar komu saman til að fagna stórum áfanga. Mynd Skipulagsstofnun