Svandís ákveður að sameina Landgræðsluna og Skógræktina
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 18. okt 2022 15:26 • Uppfært 18. okt 2022 15:26
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti ákvörðun sína um sameiningu Landgræðslunnar og Skógræktarinnar fyrir ríkisstjórn í morgun. Eftir hádegi hélt ráðherra fundi með starfsmönnum beggja stofnana þar sem tilkynnt var um fyrrgreinda ákvörðun.
Þetta kemur fram á vefsíðu Stjórnarráðsins. Þar segir að við sameiningu munu allir starfsmenn flytjast yfir í nýja stofnun, og verður áhersla lögð á að fyrirliggjandi mannauður og þekking haldist í málaflokknum. Réttindi og skyldur starfsfólks munu færast til nýrrar stofnunar, en umræða um skipulag mun bíða nýs forstöðumanns.
„Engin breyting verður gerð á tilhögun starfsstöðva í sameiningarferlinu eða staðsetningum starfsmanna. Sameinuð stofnun mun hafa um 130 stöðugildi og getur aðalskrifstofa verið staðsett á öllum meginstarfsstöðvum. Ekki er gert ráð fyrir að forstöðumaður hafi aðsetur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir á vefsíðunni.
Í skýrslu sem starfshópur hefur unnið um málið kemur fram að stærstu tækifærin með sameiningu stofnananna séu í aukinni samlegð í stoðþjónustu. Einnig að mikil samlegð sé í verkefnum eins og loftslagsbókhaldi, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingum, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands í eigu ríkisins ásamt fræðslu og kynningu.
Gert er ráð fyrir því að auglýst verði eftir forstöðumanni vorið 2023 og að ný stofnun geti tekið formlega til starfa þann 1. janúar 2024.
„Það er tilhlökkunarefni að hægt verði að samnýta þá þekkingu og þann mannauð sem þessar stofnanir búa yfir. Framundan er spennandi verkefni, að koma á fót öflugri stofnun sem mun fóstra eina af okkar stærstu auðlindum, hlúa að henni og vernda fyrir komandi kynslóðir,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra á vefsíðunni.
Mynd: stjr.is
„Engin breyting verður gerð á tilhögun starfsstöðva í sameiningarferlinu eða staðsetningum starfsmanna. Sameinuð stofnun mun hafa um 130 stöðugildi og getur aðalskrifstofa verið staðsett á öllum meginstarfsstöðvum. Ekki er gert ráð fyrir að forstöðumaður hafi aðsetur á höfuðborgarsvæðinu,“ segir á vefsíðunni.
Í skýrslu sem starfshópur hefur unnið um málið kemur fram að stærstu tækifærin með sameiningu stofnananna séu í aukinni samlegð í stoðþjónustu. Einnig að mikil samlegð sé í verkefnum eins og loftslagsbókhaldi, endurheimt birkiskóga, fræframleiðslu, landupplýsingum, ráðgjöf til bænda og landeigenda um landnýtingu og landbætur, umsjón lands í eigu ríkisins ásamt fræðslu og kynningu.
Gert er ráð fyrir því að auglýst verði eftir forstöðumanni vorið 2023 og að ný stofnun geti tekið formlega til starfa þann 1. janúar 2024.
„Það er tilhlökkunarefni að hægt verði að samnýta þá þekkingu og þann mannauð sem þessar stofnanir búa yfir. Framundan er spennandi verkefni, að koma á fót öflugri stofnun sem mun fóstra eina af okkar stærstu auðlindum, hlúa að henni og vernda fyrir komandi kynslóðir,“ segir Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra á vefsíðunni.
Mynd: stjr.is