Skip to main content

Talsvert magn fíkniefna í bíl sem kom með Norrænu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. júl 2022 12:22Uppfært 08. júl 2022 12:36

Lögreglan á Austurlandi verst fregna af fíkniefnafundi í bifreið sem kom til landsins með Norrænu til Seyðisfjarðar í júní síðastliðnum vegna rannsóknarhagsmuna.


Morgunblaðið greindi frá í því í gær að hald hefði verið lagt á „talsvert magn fíkniefna“ sem kom til landsins með Norrænu fyrir tveimur vikum.

Hjá lögreglunni á Austurlandi, sem fer með rannsókn málsins, fengust í morgun þær upplýsingar að engu væri við það að bæta sem Morgunblaðið greindi frá í gær.

Rannsókn stæði yfir á talsverðu magni sem reynt hefði verið að smygla með ferjunni en vegna rannsóknarhagsmuna yrðu frekari upplýsingar ekki veittar að svo stöddu.

Norræna kom í gær og gekk afgreiðsla hennar vel. Engin sérstök atvik komu upp. Með ferjunni komu um 900 farþegar.