Orkumálinn 2024

Þétt og mikil dagskrá á Vopnaskaki þetta árið

„Hátíðin er hafin, fullt af forvitnilegum viðburðum daglega á næstunni og við erum búin að panta góða veðrið,“ segir Þórhildur Sigurðardóttir, verkefnastjóri í Vopnafjarðarhreppi.

Hin góðkunna árlega hátíð Vopnaskak hófst í dag og sem endranær verður ýmislegt móðins í boði fyrir gesti og gangandi fram á laugardaginn kemur.

„Allir viðburðirnir þennan fyrsta dag eru innandyra ef frá er talin jeppaferð björgunarsveitarmanna í kvöld,“ segir Þórhildur. „Það er af ýmsu að taka og eitthvað fyrir alla aldurshópa í bænum og auðvitað allt frítt. Í dag er til dæmis hörkukeppni eldri borgara og meistaraflokks Einherja í boccia í félagsheimilinu Miklagarði.“

Dagskrána má sjá í heild sinni hér en alla dagana gefst unglingum kostur á að sækja sérstakar vinnustofur Berglaugar Petru þar sem leitast verður við að gefa gömlum hlutum nýtt líf með ýmsum hætti. Yngri börnin geta sótt dansnámskeið í danskólanum Valkyrju, sundpartí í Selárlaug og ekki má gleyma hinu eina sanna hagyrðingakvöldi sem landsfrægt er. Er þá fátt eitt nefnt.

Engum ætti að leiðast á Vopnafirði þessa vikuna enda fjöldi viðburða í boði alla daga fram á næstu helgi á Vopnaskaki.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.