Þrumari og laufabrauð í boði á Matarmóti
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. okt 2022 10:14 • Uppfært 20. okt 2022 10:16
Mikið verður um dýrðir í Hótel Valaskjálf á morgun, föstudag, er Matarmót Matarauðs Austurlands fer þar fram. Á hátíðarmatseðli um kvöldið er boðið upp á m.a. þrumara, laufabrauð og flatkökur.
Á Matarmótinu verða í boði málstofur auk þess sem matvælaframleiðendur á Austurlandi kynna sína framleiðslu og bjóða upp á smakk.
Mótið hefst á hádegi með málstofum. Í kynningu segir að þar verði áhugaverðir fyrirlestrar um nýtingu á austfirsku hráefni frá þeim sem nota, þeim sem fræða, þeim sem hafa umsjón með og þeim sem setja stefnur.
Klukkan þrjú munu svo austfirskir matvælaframleiðendur kynna vörur sínar. Félagsfundur Austfirskra krása verður svo haldinn síðdegis. Eftir hann er boðið upp á fordrykk og kvöldverð.
Matseðillinn er skemmtileg blanda af gömlu og nýju:
Lángos – með Mascarpone osti
Hrökkvi – byggottó með skógarsveppum og parmapylsusneið
Þrumari – snitta, taðreyktur lax, eggjasalat, skraut
Flatbrauðs snitta – með reyktri ýsu og salati
Laufabrauð – ertumauk, hangikjöt og uppstúfur
Súrdeigsbrauð – með butifarra, cannellini baunamauki og fersku timian
Maki sushi
Viðburðurinn er styrktur af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Sóknaráætlun Austurlands.
Mynd: Facebook
Mótið hefst á hádegi með málstofum. Í kynningu segir að þar verði áhugaverðir fyrirlestrar um nýtingu á austfirsku hráefni frá þeim sem nota, þeim sem fræða, þeim sem hafa umsjón með og þeim sem setja stefnur.
Klukkan þrjú munu svo austfirskir matvælaframleiðendur kynna vörur sínar. Félagsfundur Austfirskra krása verður svo haldinn síðdegis. Eftir hann er boðið upp á fordrykk og kvöldverð.
Matseðillinn er skemmtileg blanda af gömlu og nýju:
Lángos – með Mascarpone osti
Hrökkvi – byggottó með skógarsveppum og parmapylsusneið
Þrumari – snitta, taðreyktur lax, eggjasalat, skraut
Flatbrauðs snitta – með reyktri ýsu og salati
Laufabrauð – ertumauk, hangikjöt og uppstúfur
Súrdeigsbrauð – með butifarra, cannellini baunamauki og fersku timian
Maki sushi
Viðburðurinn er styrktur af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti og Sóknaráætlun Austurlands.
Mynd: Facebook