Töluvert af mótkröfum vegna þjóðlendukrafna ríkisins

Borist hafa vel yfir 30 mótkröfur og eða athugasemdir við þjóðlendukröfur íslenska ríkisins á Austurlandi en þær kröfur voru kunngjörðar í byrjun árs.

Óbyggðanefnd, sem fer með málaflokkinn fyrir hönd ríkisins kynnti nýverið heildarkröfur sem nefndinni hafa borist frá landeigendum og ábúendum á svæði 11 á Austurlandi en kröfur ríkisvaldsins ná alls til 25 skilgreindra svæða. Kynningin mun standa fram til 15. desember næstkomandi en tekið verður á móti athugasemdum fram til 22. þess mánaðar.

Rannsókn Óbyggðanefndar á öllum málunum stendur enn yfir en sú rannsókn samanstendur af ítarlegri og kerfisbundinni gagnaöflun um svæðin sem um ræðir. Farið er í vettvangsferðir bæði án og með heimamönnum á hverjum stað fyrir sig.  Þá er ennfremur unnið að rannsóknum í samvinnu við sérfræðinga hjá Þjóðskjalasafni Íslands en lög kveða skýrt á um að Óbyggðanefnd skuli hafa frumkvæði að öflun heimilda og gagna um eignar- og afnotaréttindi á þeim svæðum sem eru til meðferðar og framkvæma rannsóknir á staðreyndum og lagaatriðum sem  þýðingu geta haft. Að þeim rannsóknum loknum mun nefndin sjálf síðan úrskurða um kröfur sem fram eru komnar.

Frá Berufirði. Þar hafna landeigendur að þremur jörðum kröfum ríkisins en nú kannar Óbyggðanefnd málavexti áður en úrskurður verður fellur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.