Skip to main content

Torfærutrukkur Ísólfs að komast aftur í gagnið

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 21. okt 2022 11:41Uppfært 21. okt 2022 11:41

Unimog torfærutrukkur björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði er að komast aftur í gagnið. Trukkurinn skemmdist mikið í skriðuföllunum árið 2020 en hann er nú til sýnis fyrir utan Hörpu í Reykjavík um helgina.


Það var Bílastjarnan sem tók að sér að gera trukkinn upp og segir Helgi Haraldsson sveitarforingi Ísólfs að það verk hafi tekist með afbrigðum vel. Þetta sé glæsilegt verk hjá Bílastjörnunni.

„Þetta verk hefur tekið töluverðan tíma vegna tafa af völdum covid og fleiru en nú er trukkurinn kominn í það sem kallast sýningarhæft ástand,“ segir Helgi. „Trukkurinn er allur tilbúin að utan en það á eftir að vinna aðeins meir í honum innandyra.“

Fram kemur í máli Helga að hann reikni með að trukkurinn verði kominn austur fyrir áramótin.

„Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa þennan trukk. Hann var okkar aðalverkfæri í útköllum á Fjarðarheiðinni sem og öðrum verkefnum,“ segir Helgi.

Sem fyrr segir er trukkurinn til sýnis í Hörpu yfir helgina en þar fer nú fram ráðstefnan Björgun 2022.

Mynd: Facebook.