Treg makrílveiði en samfelld vinnsla
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. júl 2022 11:58 • Uppfært 14. júl 2022 11:55
Vinnsla makríls hjá Síldarvinnslunni (SVN) í Neskaupstað hófst um síðustu mánaðarmót en hún hefur gengið vel þrátt fyrir að veiðin hafi verið treg hingað til.
Alls hafa skip landað sjö þúsund tonnum af makríl og von á þrettán hundruð tonnum til viðbótar í dag að því er fram kemur á vef SVN en öll veiði fer fram í Síldarsmugunni.
Fimm skip landa aflanum hjá SVN og það er sérstakt samstarf þeirra millum sem gerir að verkum að vinnsla hráefnisins er samfelld í fiskiðjuverinu í Neskaupstað þrátt fyrir litla veiði. Samstarfið gengur út á að afla allra skipanna er landað í eitt sem svo siglir til hafnar meðan hin halda áfram veiðum. Þannig sigla ekki mörg skip með lítinn afla langa leið.