Skip to main content

Tvær litlar spýjur úr Bjólfi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. nóv 2022 15:14Uppfært 20. nóv 2022 15:23

Tvær litlar skriður hafa runnið úr fjallinu Bjólfi sem gnæfir yfir norðanverðum Seyðisfirði. Búist er við skúrum fremur en stöðugri úrkomu þar næsta sólarhringinn.


Þetta kemur fram í frétt frá Veðurstofu Íslands. Skriðurnar komu í ljós við athugun á svæðinu í morgun. Þær fóru í farvegi.

Eins hefur orðið hreyfing á skriðusári sem er ofan Botnahlíðar 17 frá því í desember 2020. Það hús skemmdist verulega þá en hefur síðan verið lagfært. Skriðurnar sem féllu þá voru allar í sunnaverðum firðinum.

Úrkoma yfir helgina á Seyðisfirði er komin í yfir 100 mm.. Áfram er spáð rigningu næsta sólarhringinn en vonast til að hún verði í formi skúra. Fylgst er með vatnshæð í borholum og vonast til að hún lækki frekar á næstu klukkutímum.

Á Héraði heldur vatnsyfirborð Lagarfljóts áfram að hækka. Á þremur tímum eftir hádegi í dag hækkaði það um 7 sm. við Lagarfljótsbrúna og hefur því hækkað um tæpa 40 sm. síðan á föstudag.