Tvær umsóknir um stöðu skólameistara

Tvær umsóknir bárust um stöðu skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands en umsóknarfrestur rann út á fimmtudag.

Umsækjendur eru annars vegar Vera Sólveig Ólafsdóttir, raungreinakennari við Menntaskólann á Laugarvatni og hins vegar Eydís Ásbjörnsdóttir, kennari við VA og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.

Í auglýsingu var gerð krafa um kennsluréttindi auk viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi auk hæfni í samskiptum, reynsla af verkefnastjórnun, stjórnsýslu, leiðtogahæfni og framtíðarsýn var talin til kosta.

Mennta- og barnamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára að fenginni umsögn skólanefndar.

Hafliði Hinriksson hefur verið skólameistari VA síðastliðið ár.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.