
Tvær umsóknir um stöðu skólameistara
Tvær umsóknir bárust um stöðu skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands en umsóknarfrestur rann út á fimmtudag.Umsækjendur eru annars vegar Vera Sólveig Ólafsdóttir, raungreinakennari við Menntaskólann á Laugarvatni og hins vegar Eydís Ásbjörnsdóttir, kennari við VA og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.
Í auglýsingu var gerð krafa um kennsluréttindi auk viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á framhaldsskólastigi auk hæfni í samskiptum, reynsla af verkefnastjórnun, stjórnsýslu, leiðtogahæfni og framtíðarsýn var talin til kosta.
Mennta- og barnamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára að fenginni umsögn skólanefndar.
Hafliði Hinriksson hefur verið skólameistari VA síðastliðið ár.