Tveir hvalir strand við Breiðdalsvík

Tveir grindhvalir eru strand við Meleyri, innan við Breiðdalsvík. Verið er að undirbúa aðgerðir til að koma hvölunum út.

Að sögn sjónarvottar eru hvalirnir um 20 metra frá þjóðveginum, út frá varnargarði brúarinnar yfir Breiðdalsá þorpsmegin.

Annar hvalurinn virðist minni en hinn og hefur virst laus en nú er byrjað að fjara. Hvalanna varð vart um klukkan sex í kvöld.

Líffræðingur, sem Austurfrétt ræddi við, segir telur líklegast af myndum og lýsingum að um grindhveli sé að ræða. Erfitt sé að segja af hverju hvalirnir séu komnir á þennan stað.

Lögreglan er á staðnum en nokkrar stofnanir koma að aðgerðum vegna hvalreka, meðal annars Fjarðabyggð og Matvælastofnun. Á níunda tímanum voru komnar af stað aðgerðir til að reyna að stugga við hvölunum og fá þá til að synda aftur til hafs.

Myndir: Aðsendar

grindhvalir bdalsvik 20220704 3 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.