USS opnar á Vopnafirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. sep 2022 10:51 • Uppfært 02. sep 2022 10:51
Nýr veitingastaður, USS – bistro og bar, opnaði á Vopnafirði nýverið í hinu sögufræga húsi Kaupvangi í hjarta bæjarins.
Að staðnum standa þær Selja Janthong og Helga Kristín Tryggvadóttir, sem eru ánægðar með fyrstu viðtökur Vopnfirðinga. Staðurinn hefur þá sérstöku að sótt er í asískar matarhefðir við matseldina.
„Við gætum ekki verið ánægðari með viðtökurnar og þær sannarlega farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Selja í nýjasta tölublaði Austurgluggans.
Saga er á bakvið nafnið. „Upphaflega ætluðum við að kalla staðinn SHHHH enda átti þetta að vera dálítið leyndarmál okkar Helgu og við ekkert að auglýsa eða opinbera mjög mikið fyrir fólki hvað við værum að fara að gera.
Svo sáum við að það myndi líklega ekki virka vel á auglýsingar og slíkt og breyttum því nafninu í USS í staðinn. Það á líka að vera vísbending um að þetta sé lítill og þægilegur staður sem ekki á að fara mikið fyrir.“
Mynd: Aðsend
Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.