Skip to main content

Varað við rafmagnstruflunum á morgun

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. júl 2022 12:28Uppfært 11. júl 2022 12:29

Rarik hefur sent frá sér viðvörun vegna mögulegra rafmagnstruflana frá Vopnafirði suður til Mjóafjarðar á morgun.


Verið er að vinna í tengivirki Landsnets á Eyvindará.

Hætta er á truflunum frá klukkan níu í fyrramálið til þrjú síðdegis. Viðvörunin gildir fyrir Vopnafjörð, Fljótsdalshérað, Borgarfjörð, Seyðisfjörð og Mjóafjörð.