Skip to main content

Varað við slyddu á fjallvegum í nótt

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 29. júl 2022 17:04Uppfært 29. júl 2022 17:04

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austurland og Austfirði vegna hættu á slyddu eða snjókomu til fjalla í kvöld og í fyrramálið.


Viðvörunin gildir frá klukkan tíu í kvöld til tólf á hádegi. Á þessum tíma er spáð norðanátt með slyddu eða snjókomu til fjalla.

Þess vegna er varað við versnandi akstursskilyrðum á fjallvegum, hálku og takmörkuðu skyggni. Vegfarendur eru því hvattir til að fylgjast með veðurspám og sýna aðgát. Eins er spáð 8-13 m/s vindhraða í nótt.

Veðurspáin fyrir Austfirðingafjórðung er annars ekki glæsileg fyrir helgina. Spáð er norðanátt, hita vart meiri en 10 gráðum og rigningu út við sjóinn. Inn til landsins er útlit fyrr þurrviðri frá og með morgundeginum. Þá er útlit fyrir nokkurn vind á morgun, einkum á fjörðum.