Varað við úrkomu í nótt
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 03. okt 2022 18:31 • Uppfært 03. okt 2022 18:32
Veðurstofan Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna mikillar rigningar sem hefst seint í kvöld og styttir ekki upp fyrr en líður á morgundaginn.
Viðvörunin gildir frá klukkan 11 í kvöld til 11 í fyrramálið, þótt miðað við kort Veðurstofunnar megi búast við regni lengur.
Á þessum tíma er búist við talsverðri úrkomu þannig vaxi í ám og lækjum. Um leið aukast líkur á skriðuföllum og grjóthruni.
Um Seyðisfjörð segir sérstaklega að búast megi við nokkurri úrkomuákefð þótt uppsöfnuð úrkoma til fjalla verði innan við 100 millimetrar.
Grunnvatnsstaða á svæðinu hefur hækkað eftir rigningu um helgina en er þó frekur lág. Ekki er talin ástæða til sérstakra aðgerða en ofanflóðavakt Veðurstofunnar fylgist þó sérstaklega með aðstæðum á Seyðisfirði.