Skip to main content

„Vaskur mun rísa aftur“

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 02. okt 2022 08:15Uppfært 02. okt 2022 08:16

Stjórnendur verslunar og efnalaugar Vasks á Egilsstöðum, sem gereyðilagðist í miklum eldsvoða á miðvikudag, segjast stefna á að byggja reksturinn upp aftur.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu sem birtist á Facebook seinni part föstudags.

Þar þakkar fjölskyldan sem stendur að baki fyrirtækinu fyrir skilaboð og hlýhug. Hann hafi gefið kraft og hlýju þannig engin spurning sé um að Vaskur muni rísa aftur.

„Það fór allt í þessum bruna, húsið, vörur og það er lítið sem ekkert heilt. En þjónusta við samfélagið okkar er það sem við fjölskyldan lifum fyrir og elskum, Þó allt áþreifanlegt hafi orðið eldinum að bráð er metnaður okkar og drífandi enn til staðar til að byggja upp fyrirtækið okkar aftur.“

Þar eru slökkviliði og öðrum færðar þakkir fyrir að slökkva eldinn og þakkað fyrir engum hafi orðið meint af. Ennfremur þakkar fjölskyldan Rauða krossinum fyrir þann stuðnings sem hún hafi fengið þaðan í kjölfar brunans.