Skip to main content

Viðgerðum að ljúka á tónskólahúsnæðinu í Neskaupstað

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. sep 2022 11:01Uppfært 14. sep 2022 11:04

„Verið er að ljúka viðgerð á tónskólahúsnæðinu í Neskaupstað og gert ráð fyrir innritun í næstu viku og kennslu strax í vikunni þar á eftir,“ segir Þóroddur Helgason, fræðslustjóri Fjarðabyggðar.

Vart varð við myglu í húsnæði skólans seint síðasta vetur og voru nemendur fluttir annað meðan á rannsókn og viðgerðum stóð yfir. Vonir stóðu til þess í upphafi skólaársins að það tækist að klára það verk eigi síðar en um miðjan september en til öryggis var varahúsnæði í sigtinu ef vandamálið væri stærra en menn hugðu fyrst.

Svo reyndist góðu heilli ekki vera eftir úttekt verkfræðistofunnar EFLU á húsnæðinu og ef ekkert kemur sérstakt upp á næstu dægrin hefst kennsla í skólanum að nýju innan tíðar.

Endurbætur á bókasafni skólans stendur yfir og fyrir dyrum stendur einnig viðgerð á myndmenntastofu að sögn Þórodds.