Skip to main content

Vilja rækta fjölnotaskóg við Eyri í Fáskrúðsfirði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. sep 2022 14:59Uppfært 07. sep 2022 15:01

Yggdrasill Carbon á Egilsstöðum hefur hug á að rækta fjölnytjaskóg á 190 hekturum lands við Eyri í Fáskrúðsfirði.

Ósk þessa efnis hefur verið send umhverfis - og skipulagsnefnd Fjarðabyggðar en þar hefur verið ákveðið að ræða frekar við forsvarsmenn Yggdrasils enda geri umsókn þeirra ráð fyrir skógrækt bæði austan- og vestanmegin Eyrar en í aðalskipulagi sveitarfélagsins er aðeins gert ráð fyrir skógrækt austan við Eyri og einungis upp að 170 hekturum lands í heildina.

Yggdrasill Carbon var stofnað 2020 en starfsemin gengur út á tengingu kolefnisfjármála við verkefni sem stuðla að minnkun losunar eða bindingar kolefnis. Aðaláhersla fyrirtækisins er á skógrækt en formleg vottun rauði þráðurinn í því starfi því það tryggir að uppgefin kolefnisbinding hafi raunverulega átt sér stað.