Vinna að útfærslu og hönnun vindmylla við Lagarfoss

„Staðan á verkefninu er sú að tilkynning hefur verið send Skipulagsstofnun varðandi breytingar á aðalskipulagi og þar verður tekin ákvörðun um hvort framkvæmdin sé háð umhverfismati,“ segir Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri Orkusölunnar.

Orkusalan, dótturfyrirtæki RARIK, hefur um hríð haft áhuga á að setja upp fyrstu vindmyllur á Austurlandi við Lagarfossvirkjun en til að byrja með eru tvær slíkar á teikniborðinu. Þykir svæðið þar hentugt bæði vegna vindstrauma en ekki síður vegna auðveldra tenginga inn á raforkukerfið gegnum Lagarfossvirkjun sem Orkusalan rekur einnig. Ráð er gert fyrir að vindmyllurnar tvær framleiði allt að 9,8 MW af rafmagni.

Að sögn Magnúsar hafa borist nánari fyrirspurnir frá Skipulagsstofnun nú þegar sem nú er farið yfir og unnið úr. Á meðan það ferli er í gangi hafa fræðingar innanhúss hjá Orkusölunni unnið að nánari útfærslu og hönnun á þessum stóru mannvirkjum en hæð þeirra yrði í kringum 170 metra.

Eina þá útfærslu sem til greina kemur má sjá á meðfylgjandi mynd þar sem sjá má hugsanlega staðsetningu vindmyllanna tveggja við virkjunina í framtíðinni. Líkanmynd Orkusalan

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.