Skip to main content

Von á flóttafólki í Eiða á næstu dögum

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 05. sep 2022 12:16Uppfært 05. sep 2022 12:16

Gengið hefur verið frá samningum milli félagsmálaráðuneytisins, fyrir hönd íslenska ríkisins og Múlaþings um móttöku flóttafólks. Von er á fyrstu einstaklingunum austur á næstu dögum.


Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Austurfréttar. Gert er ráð fyrir að tekið verði á móti allt að 30 manns.

Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri Múlaþings, staðfestir að um sé að ræða flóttafólk frá Úkraínu sem búa muni á Eiðum. Unnið hefur verið að málinu síðan í vor. „Húsnæðið hefur verið tilbúið í töluverðan tíma og mjög vel staðið að því af eigendum Eiða,“ segir hún.

Aðspurð um nákvæmlega sé von á fyrsta fólkinu segir hún að það sé enn í vinnslu og velti meðal annars á hvort fólkið komi beint erlendis frá eða innanlands.