Vonast til að regnið minnki á Seyðisfirði eftir hádegi

Vonast er til að heldur dragi úr rigningunni á Seyðisfirði eftir hádegi í dag. Um 100 mm. úrkoma hefur mælst þar yfir helgina.

Þetta kemur fram í samantektum ofanflóðadeildar Veðurstofu Íslands frá í dag og í gær.

Á hádegi í gær var sólarhringsúrkoman 50 mm. og hún er aftur 50-60 mm. Vindur hefur staðið meira af austri en síðustu daga sem virðist þýða meiri rigningu þar.

Eftir hádegið er búist við að vindur snúist til norðausturs með kólnandi veðri og minni úrkomu. Spáð er 20 mm úrkomu næsta sólarhringinn.

Vatnshæð í borholum hefur hækkað lítillega og er orðin jafn há og hún var fyrir rúmri viku. Örlítil hreyfing hefur mælst á jarðvegshrygg við Búðará síðan í gær.

Vatnshæð í Lagarfljóti hækkar áfram, um 30 sm. síðustu tvo sólarhringa samkvæmt mæli við Lagarfljótsbrúna. Vatn flýtur nú yfir hluta göngustígar milli Egilsstaða og Fellabæjar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.