Ýmis tækifæri til að samnýta fólks- og farmflutninga á Austurlandi

Ýmis tækifæri eru til að samnýta flutning fólks og farms á Austurlandi til hagsbóta fyrir alla samkvæmt úttekt sem Austurbrú hefur framkvæmt.

Fólk og farmur heitir verkefnið sem unnið hefur verið undanfarin misseri með styrk gegnum svokallaða Byggðaáætlun A10 sem hefur það markmið að styðja við þróun almenningssamgangna í landinu. Þar sérstaklega litið til byggðalegra sjónarmiða.

Tinna Kristbjörg Halldórsdóttir hjá Austurbrú leiddi verkefnið og niðurstöður sýna glögglega að þó margar akstursleiðir séu vel nýttar í fjórðungnum megi gera betur víða. Sérstaklega er vikið að bágri stöðu Vopnafjarðar í þessu tilliti.

Tækifærin eru sögð liggja í að skoða samlegð á ákveðnum leiðum til dæmis hvað varðar póst og skólaakstur í og úr sveitum. Þar strandar helst á að um tvo mismunandi samningsaðila er að ræða; annars vegar sveitarfélög að sinna lögbundinni þjónustu og hins vegar Pósturinn.

Annað vandamál tengist Strætó BS en almenningssamgöngum af þeirra hálfu er ekki stýrt frá Austurlandi og því erfitt að hlutast til um nýjungar, þróun eða breytingar á þeim leiðum sem það fyrirtæki býður.

Töluverð tækifæri felast í samþættingu fólks og farmflutninga milli staða á Austurlandi. Mynd Múlaþing

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.