22. apríl 2012
Afturelding Íslandsmeistari í blaki
Afturelding tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna þegar liðið vann Þrótt í Neskaupstað 1-3. Síðasta hrinan fór 22-25 þrátt fyrir hetjulega baráttu Þróttar sem vann upp sjö stiga forskot og jafnaði í lokin. Síðustu þrjú stigin og fögnuðurinn voru þó gestanna.
Reyðfirðingarnir Eva Dögg Jóhannsdóttir og Hjalti Þórarinn Ásmundsson urðu í þriðja sæti í Íslandsglímunni sem fram fór á Ísafirði um síðustu helgi.
Þróttur heimsækir Aftureldingu í Mosfellsbæ í kvöld í fyrstu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna. Þróttur hefur þar titil að verja.
Lið Þróttar Neskaupstað tryggði sér sæti í úrslitum bikarkeppninnar í blaki þegar liðið vann HK í Fagralundi á föstudagskvöld 1-3. Ótrúleg endurkoma í fyrstu hrinu lagði grunninn að sigrinum.
Forsvarsmenn knattspyrnudeildar Leiknis á Fáskrúðsfirði telja Fjarðabyggð mismuna meistaraflokkum í greininni í sveitarfélaginu í styrkveitingum. Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar (KFF) fái styrki en Leiknir ekkert.
Þróttur bar sigur úr bítum þegar þær mættu HK í æsispennandi blakleik í Neskaupstað í gær.
Kvennalið Þróttar mætir HK í fyrsta undanúrslitaleik Mikasa-deildarinnar í blaki í kvöld á Neskaupstað. Leikurinn hefst kl 19:30.
Árlegt snjóbrettamót verður haldið í Oddsskarði klukkan 20:00 í kvöld. Mótið verður haldið við fyrstu lyftuna við dynjandi tónlist og fjör. Opið er á skíðasvæðinu frá klukkan 10 til 17 í dag.