700IS Hreindýraland að rúlla í gang

Nú fer að líða að opnun alþjóðlegu kvikmynda- og myndbandahátíðarinnar 700IS Hreindýralands 2009. Hátíðin verður nú haldin nú í fjórða sinn.  Í þessari viku munu listamenn og sýningarstjórar sem taka þátt í hátíðinni í ár koma til Egilsstaða, þar sem settar verða upp sjö innsetningar með myndbandsverkum og önnur með hljóðverkum. 

rotblau3.jpg

Átta listamenn taka þátt í ár ásamt fjórum gestasýningarstjórum og sýnd verða um fimmtíu verk. Listamennirnir gista á Eiðum og vinna í Sláturhúsinu á Egilsstöðum, sem hefur verið breytt í menningarsetur í hjarta bæjarins.

  

 700IS hefur síðustu ár byggt um skemmtilegt samstarf við svipaðar hátíðir út um allan heim. Í ár eru hátíðir frá Spáni, Englandi, Þýskalandi og Svíþjóð sem heimsækja Hreindýraland (sýningarstaðirnir eru Eiðar, Skriðuklaustur, Skaftfell og Þekkingarnet Austurlands) og býst 700IS við að sýna á þeirra hátíðum seinna á þessu ári.

  

700IS Hreindýraland er haldin í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs, sjá nánar á www.700.is.

   

Mynd/ Úr verki Jóhönnu Reich.

  

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.