Í aðdraganda jóla á Þórbergssetri

Dagskrá verður í Þórbergssetri á Hala í Suðursveit sunnudaginn 30. nóvember og hefst kl 14:00.  Dagskráin ber nafnið Í aðdraganda jóla, þjóðtrú og alþýðumenning.
mynd.gif
Þorbjörg Arnórsdóttir forstöðumaður Þórbergsseturs fjallar í upphafi dagskrár um alþýðumenningu og skaftfellsk alþýðuskáld og síðan verður flutt dagskrá þar sem nýju efni verður blandað saman við eldri alþýðukveðskap, sögur og ljóð. Meðal annars munu Magnús Stefánsson frá Félagi ljóðaunnenda á Austurlandi og Guðjón Sveinsson frá Breiðdalsvík kynna tvær nýjar ljóðabækur af Austurlandi, bækurnar Vébönd  eftir Þorstein Bergsson og Liti og ljóð eftir Guðjón. Kári Kristjánsson starfsmaður Skaftafellsþjóðgarðs flytur síðan efni sem er byggt á litskyggnum af Öskjusvæðinu og úr óbyggðum norðan Vatnajökuls og tengir það sögum og ljóðum fólks sem hefur tengst þessu stórbrotna landslagi. Alþýðuskáldum nútímans hefur verið boðið á staðinn til að flytja ljóð sín og forvitnilegt verður að sjá hverjir mæta.
Dagskráin er eftirfarandi
           1.   Alþýðumenning og skaftfellsk alþýðuskáld. Stuttur inngangur Þorbjörg Arnórsdóttir.
           2. Litir og ljóð, Guðjón Sveinsson frá Breiðdalsvík kynnir  nýútkomna ljóðabók sína.
           3. Gullhyrna og Soffía. Aðventusaga úr Suðursveit frá árinu 1958, höfundur Steinþór Þórðarson Hala.
           4. Vébönd, Magnús Stefánsson kynnir ljóðabók Þorsteins
Bergssonar frá Unaósi.
           5. Skaftfellsk ljóð.  Pálína Þorsteinsdóttir kynnir og les ljóð eftir föður sinn Þorstein Jóhannsson frá Svínafelli.
           6. Skaftfellsk alþýðuskáld flytja eigin ljóð.
           7. Þytur eilífðarinnar, Kári Kristjánsson landvörður flytur efni sem er byggt á
             litskyggnum, sögum og ljóðum fólks sem hefur tengst stórbrotnu landslagi norðan Vatnajökuls og  á
             Öskjusvæðinu. Við fetum að hluta fáfarnar slóðir og skoðum og kynnumst fyrirbærum sem fáir þekkja.
 
Kaffiveitingar í hléi
 

Séra Einar G. Jónsson lífgar upp á jólastemninguna og sest við píanóið

Allir velkomnir 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.