Áheit byrjuð að streyma inn vegna Styrkleikanna um helgina

Allt stefnir í að þátttaka á Styrkleikunum 2024 sem fram fara á Vilhjálmsvelli á Egilsstöðum um næstu helgi verði ekki síður frábær en fyrir ári síðan og einstaklingar og fyrirtæki þegar farnir að heita á tiltekna gönguhópa á laugardaginn.

Styrkleikarnir vera haldnir í annað skipti í röð á Egilsstöðum og ástæða þess einfaldlega sú að svo vel tókst til fyrir ári að Krabbameinsfélag Íslands ákvað að endurtaka leikinn í góðri samvinnu við bæði Krabbameinsfélag Austurlands og Krabbameinsfélag Austfjarða.

Leikarnir sem fyrr góð og holl skemmtun og fjölbreytt dagskrá bæði fyrir smáfólkið og þá sem hærri eru en markmiðið er þó fyrst og fremst að safna fé og láta gott af sér leiða fyrir þá sem glíma við krabbamein af einum toga eða öðrum.

Að sögn Hrefnu Eyþórsdóttur, framkvæmdastjóra Krabbameinsfélags Austfjarða, má segja að undirbúningur gangi betur en á síðasta ári því nú sé komin reynsla á að halda slíka leika.

„Við erum fyrir löngu komin með alla þá aðstoð og hjálp sjálfboðaliða sem við þurfum og allt gengur mjög vel. Það eina sem okkur langar að bæta við núna er að fá tónlistarfólk á svæðinu með okkur til að gera dagskrána enn veglegri á laugardag og viljum gjarnan heyra í tónlistarfólki sem hefði áhuga að veita okkur liðsinni stundarkorn þann dag. Að öðru leyti er allt eins og það á að vera.“

Veðurspá fyrir Egilsstaða á laugardaginn kemur lítur bærilega út þegar þetta er skrifað. Hitastig um helgina ætti að ná tólf til fimmtán stigum eða öllu hærra en verið hefur undanfarið. Lítils háttar væta mun þó falla úr lofti.

Frábærlega tókst til á síðasta ári og vonir standa til að enn fleiri mæti nú en gerðu þá. Mynd Múlaþing

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.