Athyglisvert myndband sýnir norðurljósin dansa yfir Egilsstöðum

Myndband, sett saman úr 300 ljósmyndum, sýnir á merkilegan hátt norðurljós dansa yfir Egilsstöðum á kröftugi kvöldi fyrr í haust. Myndbandið hefur vakið athygli í netheimum.

Það er indverski ljósmyndarinn Avni Tripathi sem stendur að baki myndbandinu. Í umræðum á samfélagsmiðlinum ReddIt, þar sem hún birti myndbandið, útskýrir hún að hún það sé sett saman úr alls 300 ljósmyndum.

Ljósop myndavélarinnar var opið í sex sekúndur og síðan liðu um þrjár sekúndur á milli mynda sem þýðir að myndbandið sýnir hreyfingu norðurljósanna yfir 45 mínútna tímabil.

Myndirnar voru teknar þann 12. september á öflugu norðurljósakvöldi í nágrenni Egilsstaða.

Northern lights time lapse from Egilsstaðir
byu/AvniTripathi inVisitingIceland

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.