Atvinnumál í brennidepli

Atvinnumálaþing hefst á Hótel Héraði kl. 14 í dag og stendur til kl. 17. Guðmundur Ólafsson, formaður atvinnumálanefndar sveitarfélagsins, mun fjalla um samspil sveitarfélags og atvinnulífs, Unnar Elísson, framkvæmdastjóri Myllunnar, um stöðu mála og tækifæri í verktöku, Auður Ingólfsdóttir, framkvæmdastjóri Hótels Héraðs, um ferðaþjónustu á Fljótsdalshéraði og Þröstur Jónsson, framkvæmdastjóri Domestic Soft um möguleikann á ,,Kísildal" á bökkum Lagarfljóts. Í kjölfarið starfa vinnuhópar og nokkrar stoðþjónustustofnanir kynna starfsemi sína. Þá mun Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði, kynna fyrirtækið. Þingið er öllum opið.

13_29_29---tracked-digger-bucket-working-in-a-river_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.