Auglýst eftir forstöðumanni Breiðdalsseturs

Breiðdalshreppur auglýsir stöðu forstöðumanns Breiðdalsseturs á Breiðdalsvík. Starfið felur í sér framkvæmdastjórn er varðar starfsemi, þróun og eftirfylgni við uppbyggingu og rekstur á  starfsemi Breiðdalsseturs í Gamla kaupfélagshúsinu. Starfsstöð er á Breiðdalsvík.

breidalur_vefur.jpg

Breiðdalssetur er umgjörð um þá starfsemi sem verið er að þróa í Gamla kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík.  Gamla kaupfélagið, sem er elsta húsið á Breiðdalsvík reist árið 1906, hefur verið í endurbyggingu sl. ár.  Húsinu er ætlað að vera miðstöð menningar, sögu og þekkingar í víðum skilningi.  Þar verða þrjár megin stoðir lagðar til  grundvallar:  Jarðfræði,  byggð  á  verkum breska  jarðfræðingsins George P.L. Walkers, málvísindi  þar  sem  horft  verður  til Breiðdælingsins dr. Stefáns Einarssonar og þar að auki saga hússins, þorpsins og byggðarlagsins.  Stefnt er að því að byggja upp aðstöðu og taka á móti erlendum og  innlendum nemendum  í greinum sem tengjast starfseminni auk ferðamanna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.