Báðir framhaldsskólar Austurlands úr leik í Gettu betur

Lið Menntaskólans á Egilsstöðum (ME) komst ekki lengra í spurningakeppninni Gettu betur en í átta liða úrslit en þar lá liðið fyrir Fjölbrautarskólanum í Ármúla (FÁ) í beinni útsendingu á RÚV á föstudagskvöld.

Sigur FÁ var nokkuð afgerandi með 30 stigum gegn 18 stigum Austfirðinganna en í fyrri umferðum höfðu menntskælingarnir betur gegn bæði Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra og Verkmenntaskóla Akureyrar.

Þar með eru báðir framhaldsskólar fjórðungsins úr leik í þessari sívinsælu keppni þetta árið. Hinn skólinn, Verkmenntaskóli Austurlands, datt út strax í fyrstu umferð keppninnar þegar liðið tapaði gegn Verkmenntaskóla Akureyrar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.