Bankar á Egilsstöðum vaktaðir

landsbankinn3.jpgLögregla vaktar nú banka á Egilsstöðum og við útidyr bankanna eru öryggisverðir frá Securitas.

Þegar blaðamaður Austurgluggans átti leið um miðbæinn um hálfþrjú leytið í dag stóð lögreglubifreið miðja vegu milli Glitnis og Landsbankans. Aðspurður sagði öryggisvörður í Landsbankanum að Securitas væri að auki með gæslu í Glitni og hjá Kaupþingi á Egilsstöðum, en hann vissi ekki til þess að gæsla væri í bönkum annars staðar á Austurlandi. ,,Við viljum gæta öryggis hér í ljósi þess að fólk hefur flykkst í bankana í Reykjavík og margir eru reiðir og sárir" sagði öryggisvörðurinn. Orðrómur er um að erlendir verkamenn á vegum Ístaks við Hraunaveitu Kárahnjúkavirkjunar hafi ætlað að fjölmenna í bankana til að millifæra laun sín eða taka út peninga. Í Landsbankann höfðu á annan tug manna af fyrrgreindum vinnustað komið í dag og öryggisvörðurinn vissi ekki hvort von væri á fleirum.

Félagarnir Peter, Hendrik og Anton frá Póllandi sögðust eiga í vandræðum með að fá peninga úr hraðbanka í anddyri Landsbankans og voru óhressir. Sögðust hræddir um peningana sína og ómögulegt væri að millifæra fé út til Póllands. Þeir starfa við Hraunaveitu.landsbankinn1.jpg

 

landsbankinn2.jpg Ljósmyndir/Steinunn Ásmundsdóttir

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.