Bein útsending frá Mannamótum: Aldrei fleiri austfirskir aðilar tekið þátt

Mannamót, árleg kaupstefna markaðsstofa landshlutanna, er haldin í Kórnum í Kópavogi í dag. Aldrei hafa fleiri ferðaþjónustuaðilar af Austurlandi tekið þátt. Hægt er að fylgjast með fræðsluerindum sem flutt verða í dag í beinni útsendingu hér í gegnum Austurfrétt.

„Þetta er einstakt tækifæri fyrir fyrirtæki á landsbyggðinni til að efla tengsl við ferðaþjónustuaðila í Reykjavík og styrkja núverandi sambönd. Við sjáum hversu mikilvæg þessi kaupstefna er fyrir Austfirðinga, ekki aðeins til að kynna þjónustuna okkar út á við, heldur einnig til að efla samheldni innan svæðisins.“ segir Alexandra Tómasdóttir, sem stýrir Áfangastofu Austurlands hjá Austurbrú.

Að þessu sinni taka 35 fyrirtæki frá Austurlandi þátt og hafa þau aldrei verið fleiri. Austurbrú heldur utan um þátttöku þeirra og eru þau með samræmt markaðsefni sem á að styrkja ímynd Austurlands sem heildar.

Mannamót eru liður í ferðaþjónustuvikunni. Til viðbótar við sýningarbása eru í dag flutt nokkur stutt erindi. Þau eru í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan frá 10-14. Af Austurlandi tala þær Alexandra og Auður Vala Gunnarsdóttir frá Blábjörgum á Borgarfirði klukkan 10:40. Eins talar Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans klukkan 13:40 en hún er uppalinn Austfirðingur.

Dagskrá

10:00 - Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands og Bergrós Guðbjartsdóttir frá Hótel Akureyri
10:20 - Kristján Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Vesturlands og Herborg Svana Hjelm, hótelstjóri Hótel Varmalands
10:40 – Alexandra Tómasdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú og Auður Vala Gunnarsdóttir, frá Blábjörg Resort
11:00 - Þuríður Aradóttir Braun, verkefnastjóri hjá Markaðsstofu Reykjaness og Kristján Pétur Kristjánsson frá Hótel Konvin
11:20 – Ragnhildur Sveinbjarnadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands og Ragnhildur Ágústsdóttir hjá Lava Show
11:40 - Sölvi Guðmundsson teymisstjóri hjá Vestfjarðastofu og Gunnþórunn Bender hjá Westfjord Adventures
12:00 – Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar
12:20 – Inga Hlín Pálsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins og Helgi Eysteinsson frá Iceland Travel
12:40 - Oddný Arnarsdóttir, fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu
13:00 – Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra
13:20 - Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri
13:40 - Halldór Óli Kjartansson, sýningarstjóri Mannamóta og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir frá Íslenska ferðaklasanum

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.