Bjóða áhugasömum að þrívíddarprenta gjafir eða skraut til jóla

Allir þeir sem eru lausir í nokkrar klukkustundir á miðvikudaginn kemur geta lært, þeim að kostnaðarlausu, hvernig búa skal til alls kyns hluti með fullkomnum þrívíddarprentara á sérstöku örnámskeiði.

Það þarf reyndar að gera sér ferð í Fab Lab smiðju Verkmenntaskóla Austurlands sem er lítill kostnaður við að læra um þá fjölmörgu möguleika þrívíddarprentunar sem nú eru í boði og þarfnast þess ekki að legið sé yfir bókum í lengri tíma. Það er nefninlega svo, að sögn Ólafar Þórönnu Hannesdóttur, verkefnisstjóra Fab Lab, að úrvalið af tilbúnum módelum á netinu er svo mikið orðið að fáir þurfa að leggja meira á sig en þeir kjósa.

Á örnámskeiðinu næstkomandi miðvikudag fær fólk að kynnast ýmsum möguleikum í þrívíddarprentun. Nýjasti þrívíddarprentarinn okkar, Bambu lab X1 Carbon, verður kynntur en með honum er hægt að prenta út í mörgum litum. Það eru til fjölmörg skemmtileg og nytsamleg módel á netinu sem eru tilbúin til prentunar og því er mjög auðvelt fyrir fólk að velja módel og prenta þau út. Þetta geta verið skrautmunir, leikföng, varahlutir og margt fleira.

Fái einhver bakteríuna á örnámskeiðinu er einfalt að koma sér meira inn í málið því gnótt kennsluefnis finnst ókeypis á netinu og því einfaldasta mál að læra þrívíddarteikningu. Það enda hugmyndin með örnámskeiðum sem þessu að kynna hlutina og í kjölfarið styðja við alla þá sem áhuga hafa að halda áfram að tileinka sér þessa merkilegu tækni.

Örnámskeiðið hefst klukkan 17 á miðvikudag og fólki frjálst að vera eins stutt eða lengi og það sjálft kýs.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.