Breytingum á Fáskrúðsfirði frestað

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur ákveðið að ekki sé að svo stöddu rétt að fara út í þá breytingu að húsnæði slökkvistöðvar á Fáskrúðsfirði hýsi jafnframt starfsemi þjónustumiðstöðvar. Talið er að  breytingar á húsnæði slökkvistöðvarinnar sé ekki meðal þess sem er brýnast í framkvæmdum bæjarins auk þess sem ástand á fasteignamarkaði sé þannig að líklegra er að viðunandi verð fáist fyrir áhaldahús bæjarins ef sala verður ákveðin síðar.

fjaragbyggarlg.jpg

Eftir að nýlega bættist í bílaflota slökkviliðsins þykir jafnframt ljóst að húsnæði þjónustumiðstöðvar á Norðfirði ekki nægjanlega stórt til að rúma bæði starfsemi slökkvistöðvarinnar og umhverfis- og mannvirkjamiðstöðvar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.