Breytt stjórnsýsla Fljótsdalshéraðs

Umfangsmiklar breytingar á stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs tóku gildi í dag. Stjórnsýslunefndum á vegum sveitarfélagsins fækkar um þrjár.

 

ImageVinna að breytingunum hófst fyrir jól, en markmiðið er meðal annars hagræðing í yfirstjórn sveitarfélagsins. Sex nefndir eru sameinaðar í þrjár. Íþrótta- og frístundanefnd tekur við af íþrótta- og tómstundanefnd og menningarnefnd. Skipulags- og mannvirkjanefnd kemur í stað skipulags- og byggingarnefnd og fasteigna- og þjónustunefnd. Umhverfis- og náttúruverndarnefnd og dreifbýlis- og hálendisnefnd eru sameinaðar í umhverfis- og héraðsnefnd.
Fulltrúar Á-listans gerðu fyrirvara við samþykkt sína á stjórnsýslubreytingunum um að þeir samþykktu ekki kaflann um fundarsköp. Þeir vísuðu til þess að í vor hefði verið skipaður starfshópur til að fara yfir samþykktir og fundarsköp sveitarfélagsins. Honum hafi verið ætlað að skila tillögum fyrir 1. júní en ekki enn hafið störf.

Kosið var í nýju nefndirnar á seinasta fundi bæjarstjórnar og þær eru þannig:

Umhverfis- og héraðsnefnd
Katrín Ásgeirsdóttir aðalmaður, Ásmundur Þórarinsson varamaður
Þorsteinn Bergsson aðalmaður, Sigrún Blöndal varamaður
Aðalsteinn Jónsson aðalmaður, Ásta Sigurðardóttir varamaður
Vilhjálmur Vernharðsson aðalmaður, Ester Kjartansdóttir varamaður

Menningar- og íþróttanefnd
Maríanna Jóhannsdóttir aðalmaður, Katrín M. Karlsdóttir varamaður
Sigríður Sigmundsdóttir aðalmaður, Kjartan Einarsson varamaður
Lára Vilbergsdóttir aðalmaður, Ireneusz Kolodziejczyk varamaður
Guðríður Guðmundsdóttir aðalmaður, Jón I. Arngrímsson varamaður

Skipulags- og mannvirkjanefnd
Árni Kristinsson aðalmaður, Árni Ólason varamaður
Baldur Pálsson aðalmaður, Ireneusz Kolodziejczyk varamaður
Helgi Sigurðsson aðalmaður, Þórhallur Borgarson varamaður
Ester Kjartansdóttir aðalmaður, Gylfi Hallgeirsson varamaður

Nokkrar breytingar urðu á öðrum nefndum sveitarfélagsins.
Þráinn Lárusson verður aðalmaður í bæjarráði en Soffía Lárusdóttir varamaður. Árni Ólason verður aðalmaður í atvinnumálanefnd í stað Guðnýjar D. Snæland. Fjóla Hrafnkelsdóttir kemur inn í jafnréttisnefnd í stað Huldu Daníelsdóttur.

Framsóknarmenn skipa sína fulltrúa á næsta bæjarstjórnarfundi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.