Rokkveisla Blús-, rokk- og jazzklúbbsins á Nesi (BRJÁN) var sett upp á Broadway - Hótel Íslandi fyrir skemmstu.
Hefð er komin á að veislan, sem fyrst er sýnd á Norðfirði, sé einnig
sýnd í Reykjavík. Þema veislunnar, sem sett var sérstaklega saman fyrir
Reykjavík, voru rokklög frá árunum 1950-1964. Austurglugginn var meðal
gesta en myndir úr veislunni má finna hér í myndasafninu.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.