Brunaslönguboltakeppni hverfa Neskaupstaðar einn hápunktur Neistaflugs
Eina stóra hátíðin austanlands um komandi Verslunarmannahelgi er Neistaflug í Neskaupstað. Hátíðin nú með stærsta sniði um tíma og herlegheitin hefjast strax í kvöld.
Þó skipulagning stórra hátíða, þar sem reglan er fremur en undantekning, að ólíklegustu hlutir fara úrskeiðis með tilheyrandi taugatitringi fyrir aðstandendur, er framkvæmdastjóri hátíðarinnar sallaróleg og andar með nefinu. Hún María Bóel Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Neistaflugs, líka orðin nokkuð sjóuð í slíkri skipulagningu og segir allt komið á sinn stað fyrir flotta veislu næstu dagana.
„Hér er allt að fyllast af litum og fánum í hverfunum okkar og samhliða því er fólkið að komast í rétta gírinn. Skipulagning hefur gengið vel enda við búin að vera að nánast frá því að síðustu hátíð lauk fyrir ári. Nú vantar aðeins að góða veðrið staldri hér við og þá er ég ekki í vafa um að skemmtileg hátíð er framundan.“
Þó veðurspár marga daga fram í tímann séu almennt heldur óáreiðanlegar gerir Veðurstofa Íslands nú ráð fyrir að ágætu veðri í fjörðum Austurlands um helgina. Hitastigið þetta tólf til sextán stig með nokkurri sól en lítils háttar vætu í og með.
Meiri tónlist
Að sögn Maríu eru fleiri tónlistarviðburðir á dagskránni þetta árið en það síðasta og þeir ekki af verri endanum listamennirnir sem skemmta í bænum fram á sunnudaginn kemur. GDRN og Ína Berglind ríða á vaðið annað kvöld og Stebbi Jak og Hafþór Valur auk Stuðlabandsins skemmta á föstudeginum. Á laugardag má velja milli DDT skordýraeiturs, Ztonelove og Einars Ágústs áður en stjörnur á borð við Ladda, Jón Jónsson, Friðrik Dór og Bríet setja punktinn lokakvöldið á sunnudag.
Hverfastemmningin
Þá fátt eitt nefnt sem kæta mun í bænum enda nánast linnulausar uppákomur frá morgni til kvölds næstu dægrin og auðvitað skipa hverfi bæjarins stóran sess sem áður. Hverfastemmingin yfir hátíðina var endurvakin fyrir tveimur árum og síðan hafa bæjarbúar skreytt sín hverfi sínum litum og góðlátleg samkeppni um hver gerir best.
Það er þó einn viðburður þar sem hverfin takast kannski harðar á en annars að sögn Maríu.
„Það er auðvitað brunaslönguboltakeppnin okkar sem er að margra mati hápunktur Neistaflugs. Það verið haldið hér í mörg ár og ég alltaf hissa þegar gestir segjast aldrei hafa séð annað eins. Þetta gengur út á keppni hverfanna í fótbolta en þó með þeim breytingum að markverðir mega aðeins verja markið með því að sprauta úr brunaslöngum. Þetta er alveg frábærlega gaman þó þetta þýði að nánast allir, bæði keppendur og áhorfendur, blotni heilmikið en það auðvitað bara hluti af skemmtuninni.“
Dagskrá Neistaflugs 2024 má sjá í heild sinni hér. Meðfylgjandi mynd frá hátíðinni á síðasta ári. Mynd María Bóel