BT á Egilsstöðum lokar
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 22. nóv 2008 08:43 • Uppfært 08. jan 2016 19:19
Unnið er að því að pakka saman í verslun BT á Egilsstöðum. Henni var lokað vegna gjaldþrots eigenda fyrir nokkru, en nú eru Hagar búnir að kaupa verslunarkeðjuna og loka nokkrum verslananna, þar á meðal á Egilsstöðum.
Verslunarstjórinn segist langt í frá ánægður með að búðinni á Egilsstöðum skuli lokað, ekki síst þar sem hún hafi borið sig og gott betur en það frá opnun árið 2002.