Diddú og Egill í Kirkju- og menningarmiðstöðinni í Fjarðabyggð

Kirkju- og menningarmiðstöðin í Fjarðabyggð býður Austfirðingum á glæsilega tónleika um næstu helgi. Marka þeir upphaf aðventunnar og ættu að koma fólki í rétta skapið fyrir aðdraganda jóla. Kór Fjarðabyggðar heldur þá sína árlegu aðventutónleika og hefjast þeir í menningarmiðstöðinni á Eskifirði kl. 16.

didd_siasta_lag_fyrir_svistvarp.jpg

Frumflutt verður jólalag Austurlands 2008 eftir Austfirðinginn Stefán Arason, sem útsett er fyrir hljómsveit, kór, barnakór og tvo einsöngvara. Sérstakir gestir á tónleikunum verða tveir af okkar bestu söngvurm, þau Egill Ólafsson og Sigrún Hjálmtýsdóttir, ásamt barnakórum úr Fjarðabyggð.

Allar nánari upplýsingar um dagskrá má sjá á www.tonleikahus.is
 en miða má nálgast í útibúum Landsbankans í Fjarðabyggð og við innganginn.

Stjórnandi er Kári Þormar

egill.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.