Skip to main content

Drengur slasast í Svínadal

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. nóv 2008 22:02Uppfært 08. jan 2016 19:19

Drengur, sem var með föður sínum á rjúpnaveiðum í Svínadal í Reyðarfirði, slasaðist alvarlega í dag. Hann hrapaði fram af klettum, átta til tíu metra niður. Björgunarsveitin Ársól sótti drenginn og var hann fluttur með sjúkraflugi frá Egilsstöðum til Reykjavíkur á sjúkrahús.

Drengurinn, sem lenti í urð undir klettunum, var talinn vera með höfuðáverka eftir fallið. Þegar björgunarsveitarmenn frá Ársól komu á staðiinn var hann með takmarkaða meðvitund. Hann var fluttur í sjúkrabíl til Egilsstaða og þaðan með sjúkraflugi á bráðamóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss. Líðan hans er sögð eftir atvikum.